-
Tryggjum að aðgengi að sálfræðiþjónustu séu
SJÁLFSÖGÐ RÉTTINDI
EN EKKI FORRÉTTINDI
-
Á ári hverju glíma um 20% Íslendinga
við geðrænan vanda
einungis lítið brot af þeim
fær meðferð við hæfi
-
STAÐREYND
Sýnt hefur verið fram á að sálfræðimeðferð
er árangursrík meðferð við fjölda geðraskana
eins og þunglyndi, kvíða, átröskun og fíkn
Sálfræðimeðferð, eins og hugræn atferlismeðferð,
er að minnsta kosti jafn árangursrík og lyfjameðferð við
algengum geðröskunum eins og þunglyndi og kvíða.
Til lengri tíma litið er sálfræðimeðferð yfirleitt ódýrari
Þeir sem fá viðeigandi sálfræðimeðferð
við þunglyndi eru ólíklegri til að veikjast
aftur en þeir sem fá eingöngu lyfjameðferð
-
Sjúkdómsbyrði vegna geðraskana
er meiri á heimsvísu en vegna
krabbameina
-
Um 70% fullorðinna með geðraskanir segja
vandann hafa byrjað í barnæsku eða á unglingsárum.
Að meðhöndla vandann í tæka tíð getur
haft gríðarleg jákvæð áhrif á lífsgæði ungs fólks
-
Rétt meðferð við geðrænum vanda
getur sparað atvinnurekendum háar
fjárhæðir sem annars færu í laun í
veikindaleyfi, afleysingar o.fl.
-
Árið 2020 verður þunglyndi næst algengasta
orsök örorku í heiminum, næst á
eftir hjartasjúkdómum
-
Ætla má að um
fullorðnir Íslendingar glími við þunglyndi
og/eða kvíða á hverjum tíma
50 þúsund
-
Ætla má að þunglyndi kosti íslenskt
samfélag í það minnsta
14 milljarða á ári
Engin ástæða er til að ætla að
kostnaður vegna kvíða sé minni
-
Samt sem áður er aðgengi að sálfræðiþjónustu
mjög takmarkað innan heilbrigðiskerfisins.
Langir biðlistar eru eftir þjónustu og niðurgreiðsla
er sáralítil
HVER GÆTIR AÐ
ÞINNI GEÐHEILSU?
-
Láttu stjórnvöld vita að aðgengi að sálfræðiþjónustu skiptir þig máli