Markmið vitundarvakningarinnar

  1. Að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægi góðrar geðheilsu fyrir vellíðan og velgengni fólks, fjölskyldna og vinnustaða. Einnig að vekja athygli á sambandi geðheilsu og líkamlegrar heilsu.

  2. Að veita almenningi upplýsingar um ýmislegt sem snertir geðheilsu, hvernig hægt er að fyrirbyggja, meðhöndla og fá meðferð við geðrænum vanda. Aukin þekking eykur vitund almennings, veitir bjargráð og dregur úr fordómum.

  3. Að vinna að því að fólk fái viðeigandi aðstoð við geðrænum vanda þegar það þarf á henni að halda. Aðgengi að sálfræðiþjónustu er ekki nægilega gott á Íslandi. Þjónusta sálfræðinga er til dæmis ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum þrátt fyrir að sálfræðingar séu stærsti faghópurinn sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á þessu sviði.

    Almenningur og aðrir sem málið varðar eru hvattir til þess að láta stjórnvöld vita að Íslendingar þurfi greiðara aðgengi að sálfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins.